ÓLI ÓLA MEÐ FLOTT VEITINGAHÚS

    Hinn eini sanni Óli Óla – Ólafur Ólafsson eigandi Samskipa, áður Kaupþingsmógúll – er sagður vera aðaleigandi hins nýja Eiriksson brasserí, sem er á jarðhæð Laugavegar 77, þar sem Landsbankinn var áður til húsa.

    Langan tíma hefur tekið að gera allt klárt á Laugaveginum fyrir Eiriksson, enda var ráðist í miklar breytingar og endurbætur til að brasseríið yrði sem glæsilegast. Djúpa vasa þurfti til að fjármagna herlegheitin.

    Það er svo auðvitað “skemmtileg” tilviljun að fyrrum höfuðpaur Búnaðarbankans og Kaupþings skuli standa að baki veitingastað í fyrrum húsakynnum Landsbankans.

    Sjá aðra frétt.

    Auglýsing