ÓLAFUR ÍSLEIFS (66) FÍLAR HENDRIX

Ólafur Ísleifsson alþingismaður er afmælisbarn dagsins (66) og hér er óskalagið:

Og afmælisbarnið segir:

Myndbandið sýnir Jimi Hendrix flytja hið sígilda lag sitt með hljómsveitinni the Jimi Hendrix Experience. Lagið og flutningur þess ber höfundi sínum glæsilegt vitni. Af helstu tímaritum eins og Q og Rolling Stone er það talið í fremstu röð í rokksögunni. Hendrix lést um aldur fram en hálfum mánuði fyrir andlát hans tók Sigurgeir Sigurjónsson, síðar stjörnuljósmyndari lýðveldisins, myndir af honum í Stokkhólmi. Hann færði mér eina þessara mynda að gjöf og sést í hana á forsíðumynd af mér á feisinu sem fylgir þessari færslu. Bendi einnig á flutning stjörnufiðlarans Nigels Kennedys á laginu sem finna má á YouTube.

Auglýsing