ÓLAFUR Í LEIÐTOGAPRÓFKJÖRIÐ

  “Ég bý í þessari borg og hef lengi verið í flokknum,” segir Ólafur Arnarson, hagfræðingur og fyrrum formaður Neytendasamtakanna, sem íhugar alvarlega að mæta fjölmörgum áskorunum sem honum hafa borist og taka þátt í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík.

  Framboðsfrestur rennur út á morgun þannig að nú verður Ólafur að hrökkva eða stökkva.

  Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í miklum vanda við leit að foringja í borginni þar sem hann á árum áður hafði tryggan meirihluta og réð því sem hann vildi ráða. En nú er öldin önnur.

  Aðeins tveir hafa boðað þátttöku sína í leiðtogakjörinu; borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir.

  “Það getur verið að ég láti slag standa,” segir Ólafur Arnarson.

  Auglýsing