ÓLAFUR ELÍASSON MEÐ HÖFUÐSTÖÐVARNAR TIL ÍSLANDS

    mynd / alex de brabant

    Heimildir innan menningargeirans herma að Ólafur Elíasson, þekktasta íslenska nafnið í alþjóðlegum myndlistarheimi, stefni að því að flytja alla starfsemi sína til Íslands.

    Ólafur hefur mikið umleikis og starfsemi hans öll á við stórfyrirtæki. Yrði flutningur höfuðstöðva hans til Íslands mikill hvalreki fyrir íslenskt menningarlíf, vekja alþjóðlega athygli og verða ómetanleg lyftistöng í menningarlegu tilliti við ysta haf.

    Auglýsing