ÖKUNÍÐINGUR Á FULLU FARTI Á GANGSTÉTT

    Hlynur og skýringamynd sem hann dró upp.

    “Á mánudaginn varð ég vitni að því að bíll, svona VW Transporter smásendibíll, kom út úr hringtorginu hjá Domino’s/Hreysti í Skeifunni og var ekki sáttur við að þar væri allt stopp þannig hann keyrði á fullu farti alla gangstéttina upp að Grensásvegi, þar sem hann tróð sér inn á,” segir Hlynur Hallgrímsson sem starfar sem „Seni­or Data Scient­ist“ hjá Reykja­vík­ur­borg og leiðbein­andi í gagna­vís­ind­um hjá Ský­inu – skap­andi skóla.

    “Já, ekki einu sinni “eitt dekk uppi á gangstétt” eða “hálfur uppi á gangstétt”, þó það hefði verið feykinógu slæmt. Hann bara keyrði upp á gangstéttina eins og þetta væri hans persónulega kvartmílubraut og gaf í botn. Koma þessu liði af götunni,” segir Hlynur sem dró upp kort af ferðlagi ökuníðingsins.

    Auglýsing