OK, HVAÐ VEIT ÉG

  Hard Rock Café í Kringlunni opnaði 25 .júlí 1987. Það var það 10. í heiminum – núna eru þau orðin yfir 200.

  Og margt breytist. Ég rak það í 10 ár. Ég var heppinn að hitta Isaac B. Tigrett stofnandann á Hard Rock í London. Við erum á svipuðum aldri, hann var nýbúinn að opna í New York og var ekki viss um hvert stefndi með fyrirtækið svo hann ákvað það bara si svona að leyfa mér að opna í Reykjavík.

  Nema hvað, við fengum helling af alls konar poppminjum, algjörum gersemum, orginal mad hatter, fötin hans Elton John, leðurjakka sem John Lennon hafði leikið í í bíómynd, fullt af flottum gíturum m.a. frá Van Morrison og Jon Bovi, flottar gullplötur og alls konar alvöru stöff. Síðan voru nokkrar undirskriftir m.a. bæði Bítlanna og Rolling Stones. Þetta var algert ævintýri að skoða.

  Ári eftir að við opnuðum tók ég eftir náunga sem var ásamt syni sýnum c.a. 10 ára gömlum að skoða allt mjög nákvæmlega,auðsjáanlega mjög hrifinn. Ég gaf mig á tal við hann og kom í ljós að þetta var Breti. Þegar ég fór að spyrja út í áhuga hans á poppminjunum og þá sagði hann mér að hann hefði á sínum yngri árum unnið sitthvort árið fyrir bæði Georg Harrison í The Beatles og Brian Jones gítarleikara Rolling Stones. Og hvað var nú þitt hlutverk? spurði ég. Hann horfið á mig, brosti og sagði: Ég var í hópi manna sem gerðu ekkert annað en að skrifa eiginhandaráritanir allra meðlima þessara hljómsveita og senda aðdáendum til baka.”

  Ok, hvað veit ég.

  Til að láta hann sannreyna söguna þá kom ég með matseðil og tússpenna og skoraði á hann að skrifa undirskrift þeirra. Hann tók hettuna af pennanum, bleytti oddinn örlítið með tungunni, horfði einbeitttur á matseðilinn og skrifaði á leifturhraða nöfn allra Bítlana og allra orginal Rolling Stonesaranna. Sem sagt 9 mismunandi undirskriftir.

  Ég fór og bar þetta saman við undirskriftirnar sem ég hafði uppi á vegg og mikið
  rétt, þær smellpössuðu!

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.13 – Smellið!

  Pistill no.12 – Smellið!

  Pistill no.11 – Smellið!

  Pistill no.10 – Smellið!

  Pistill no.9 – Smellið!

  Pistill no.8 – Smellið!

  Pistill no.7 – Smellið!

  Pistill no.6 – Smellið!

  Pistill no.5 – Smellið!

  Pistill no.4 – Smellið!

  Pistill no.3 – Smellið!

  Pistill no.2 – Smellið!

  Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing