Steini pípari sendir myndskeyti:
—
Eðlilegt þekkingarleysi jarðfræðinga á eldgosum, hvað þarna er nákvæmlega að gerast og hvað skeður næst, umbreytist hjá þessum mönnum í fjölmiðlum í stöðugar aðvaranir á óskaplegri hættu sem þarna á að vera í gangi.

Ef saga eldvirkni á Íslandi er skoðuð þá virðist hættan vera óveruleg sem allir geta varast. Dauðsföll af völdum eldgosa á Íslandi í hundrað ár eru nánast ekki mælanleg. Höldum okkur við sannleikann í málinu, viðurkennum þekkingarleysið og látum þetta hafa sinn vanagang. Stjórnum aðgang að svæðinu og notumst við meðalhóf og jafnaðarreglu.
Það er þrennt sem við þurfum að hafa verulegar áhyggjur af, jarðskjálftar, skógarbruni í sumarbústaðabyggð og ísöld.
Við uppeldi á börnum notast sumir foreldrar við ógnarstjórnun.