ÖFLUGIR ELLILÍFEYRISÞEGAR

    Örnólfur Árnason (77), rithöfundur, leiðsögumaður og útvarpsmaður, lætur kerfið hafa það óþvegið þegar hann segir:

    “Öfugt við það sem margir telja sér trú um er Ísland eitt ómannúðlegasta ríki Vesturlanda ef litið er til meðferðar á eldri borgurum, þeim sem byggðu upp eitthvað sem kalla mætti siðmenningu á þessu harðbýla skeri. Við fáum um 200 þúsund krónur í ellilífeyri, minna ef við höfum lífeyrissjóðstekjur, og mikill hluti af því sem við vinnum okkur inn umfram þessa hungurlús, ef við höfum tök á að gera það, er tekinn af okkur í skatt. Veit yngra fólk þetta almennt? Ef svo er, segið þá alþingismönnum og ríkisstjórininni frá því. Þar virðist öllum ókunnugt um þetta ófremdarástand.”

    Og annar rithöfundur, Ólafur Haukur Símonarson (70), er með skýringar á þessu:

    “Örnólfur, það er vírus í vatninu í Alþingishúsinu sem veldur því að þingmenn gleyma öllum landsmönnum sem eru sextíu og fimm ára eða eldri; vírusinn veldur líka algjörri gleymsku hvað varðar hlutskipti langveikra og aldraðra. Sumir þingmenn eru svo illa haldnir af vírussýkingunni að þeir muna ekki einu sinni eftir sínum eigin öldruðu foreldrum sem búa við fátækt, skattpíningu og bilað heilbrigðiskerfi.”

    Auglýsing