Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

NÝTT LÍF GUNNARS Í KROSSINUM

Predikun dagsins:

Tæpar þrjár vikur eru síðan ég fékk nýtt hné og losnaði undan erfiðum rosalegum verkjum-stöðugum verkjum sem hafa reyndar truflað mig síðan ég var barn en í ólgusjó lífs míns undanfarið versnað mikið.

Ég fæddist með skakka fætur og annar styttri en hinn. Aðstæður leyfðu ekki að farið væri með mig til lækna þá en síðastliðin fjögur ár hafa verið óbærileg fyrir mig og einnig konuna mína. Ég svaf lítið sem ekkert og gat ekki snúið mér án hjálpar í rúminu. Jónína hefur vakað með mér og unnið mikið á daginn líka og er örugglega þreytt á mér og því sem fylgt hefur mér síðan við giftumst. Hún er ekki fyrir að gefast upp stelpan.
Hún hefur stutt við mig þótt örugglega sé hún örmagna á þessum óhljóðum og hreyfingarleysi mínu. Sumar nætur voru hrein martröð fyrir okkur og engin verkjalyf virkuðu.

Ég er orðlaus yfir þessum breytingum og þakka lækninum mínum Ólafi Ingimarssyni fyrir þessa mögnuðu aðgerð. Ég finn lítið til (en er á verkjalyfjum eitthvað) og þeir verkir sem ég finn eru í engri líkingu við það sem verið hefur undanfarin ár.
Krónískir verkir taka iðulega frá manni gleðina og orkuna en nú ætla ég að verða heill á ný og hitt hnéið verður skorið fljótlega. Þá vonast ég til þess að getað arkað með konu minni um fjöllin sem hún þeytist upp þessa dagana.
Álagið á mér undanfarið hefur ekki hjálpað en kallinn er seigur og þá læt ég í mér heyra þegar þrautirnar hverfa. Það hefur enginn gott af því að ganga frá æru annars manns án þess að fá að svara til saka. Atlagan að okkur Jónínu fær skýrari mynd.

Við hjónin þurfum tíma núna til þess að finna fókusinn upp á nýtt og þökkum fjölskyldu og vinum sem standa með okkur í því verkefni af heilum hug. Við viljum nú frið til þess að byggja okkur upp að nýju. Heilsa og hamingja eru nátengd og allt megnum við með hjálp Guðs og góðra lækna.

Takk fyrir mig læknar og hjúkrunarfólk, þetta er nýtt líf.

Fara til baka


SMYGLDRÓNI BROTLENDIR Í FANGELSISGARÐI

Lesa frétt ›NASISTAGULLIÐ Í LANDHELGINNI

Lesa frétt ›KÖTTUR NEFNDUR Á HÖFUÐIÐ Á ÞINGMANNI

Lesa frétt ›DRUSLUGANGAN FYRIR 3 ÁRUM

Lesa frétt ›HUNDUR BÍTUR BARN Á BRÆÐRABORGARSTÍG

Lesa frétt ›TÖFF TVÍFARAR

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Justin Bieber hafi frestað því sem eftir var af risatónleikaferð hans til að stofna eigin sértrúarflokk; eigin kirkju, Bieberkirkjuna. Eftir átján mánaða tónleikaferð sagði hann stopp, gat ekki meira en undir það síðasta var hann með trúarvakningar baksviðs bæði fyrir og eftir tónleika þar sem hann reyndi að kristna samstarfsmenn sína og fjölskyldu - segir The Sun.
Ummæli ›

...að framsóknarkonur í borgarstjórn Reykjavíkur séu ánægðari úti á landi en heima hjá sér. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir: Mikið rosalega er allt hreint og snyrtilegt á Akureyri."
Ummæli ›

...að besta Happy Hour í höfuðborginni sé á Orange Espresso bar í Ármúla 4 þar sem Tuborg Classic á krana er seldur á 550 krónur frá 16-19 alla daga og hinir sem vilja kaffi og kökur fá sama díl - tveir kaffi og tvær kökur á sama verði og einn kaffi og ein kaka.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA GEGN COSTCO: Stofnuð hefur verið síða á Facebook, lík þeirri sem aðdáendur Costco eru með, en sú heitir Keypt í K...
  2. HUNDUR BÍTUR BARN Á BRÆÐRABORGARSTÍG: Hundur beit barn á Bræðraborgarstíg og móðirin er að vonum slegin. Um er að ræða barn Þóru Sigurðard...
  3. KLIKKAÐ Í KEFLAVÍK: Borist hefur myndskeyti: — Flugstöð Leifs heppna eftir miðnætti í gær. Töskusalurinn troðfullur ...
  4. AFMÆLISKVEÐJA FRÁ PABBA: Íþróttafréttaritarinn Edda Sif Pálsdóttir brillerar í fréttaflutningi fyrir Ríkissjónvarpið frá EM k...
  5. ÞINGMAÐUR KEYPTI HJÓL MEÐ YFIRDRÆTTI: Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata keypti sér rafhjól á 140 þúsund krónur og flutti til landsins....

SAGT ER...

...að stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson sé í góðu yfirlæti á frönsku Ríveríunni ásamt eiginkonu sinni og vinafólki.
Ummæli ›

...að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi gengið upp að Brúarskörðum á laugardaginn og komið niður í Úthlíð í Biskupstugunum hjá Birni bónda sem bauð honum upp á bjór og svo horfðu þeir á íslenska kvennalandsliðið í sjónvarpinu.
Ummæli ›

...að Ingvar Smári Birgisson sækist eftir að verða formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og hann er alveg eftir uppskriftinni: Ingvar er á 24 ára gamall og uppalinn í Reykjavík. Hann starfar hjá Nordik lögfræðiþjónustu en hann lauk BA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og stundar nú meistaranám í lögfræði við sama skóla. Ingvar starfaði áður sem blaðamaður á Morgunblaðinu.
Ummæli ›

...að borist hafi póstur: Mikið af vagnstjórum og starfsmönnum Strætó BS hafa á undanförnu lýst yfir mikilli óánægju með mannauðsstjóra Strætó BS (Sigríður Harðardóttir). Þeim finnst hún hafa  komið illa  fram við starfsmenn og  ekki gæta jafnræðis. Starfsmenn í uppáhaldi fái öðruvísi  afgreiðslu en þeir sem ekki eru í uppáhaldi. Mannauðstjórinn kvað hafa gott samband  við trúnaðarmenn sem  eru ekki eins vinsælir hjá starfsmönnum vegna  leynifunda sem snúast um einstaka starfsmenn. Margir ganga svo langt að vilja að Strætó skipti um mannauðsstjóra.
Ummæli ›

Meira...