Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

NÝTT LÍF GUNNARS Í KROSSINUM

Predikun dagsins:

Tæpar þrjár vikur eru síðan ég fékk nýtt hné og losnaði undan erfiðum rosalegum verkjum-stöðugum verkjum sem hafa reyndar truflað mig síðan ég var barn en í ólgusjó lífs míns undanfarið versnað mikið.

Ég fæddist með skakka fætur og annar styttri en hinn. Aðstæður leyfðu ekki að farið væri með mig til lækna þá en síðastliðin fjögur ár hafa verið óbærileg fyrir mig og einnig konuna mína. Ég svaf lítið sem ekkert og gat ekki snúið mér án hjálpar í rúminu. Jónína hefur vakað með mér og unnið mikið á daginn líka og er örugglega þreytt á mér og því sem fylgt hefur mér síðan við giftumst. Hún er ekki fyrir að gefast upp stelpan.
Hún hefur stutt við mig þótt örugglega sé hún örmagna á þessum óhljóðum og hreyfingarleysi mínu. Sumar nætur voru hrein martröð fyrir okkur og engin verkjalyf virkuðu.

Ég er orðlaus yfir þessum breytingum og þakka lækninum mínum Ólafi Ingimarssyni fyrir þessa mögnuðu aðgerð. Ég finn lítið til (en er á verkjalyfjum eitthvað) og þeir verkir sem ég finn eru í engri líkingu við það sem verið hefur undanfarin ár.
Krónískir verkir taka iðulega frá manni gleðina og orkuna en nú ætla ég að verða heill á ný og hitt hnéið verður skorið fljótlega. Þá vonast ég til þess að getað arkað með konu minni um fjöllin sem hún þeytist upp þessa dagana.
Álagið á mér undanfarið hefur ekki hjálpað en kallinn er seigur og þá læt ég í mér heyra þegar þrautirnar hverfa. Það hefur enginn gott af því að ganga frá æru annars manns án þess að fá að svara til saka. Atlagan að okkur Jónínu fær skýrari mynd.

Við hjónin þurfum tíma núna til þess að finna fókusinn upp á nýtt og þökkum fjölskyldu og vinum sem standa með okkur í því verkefni af heilum hug. Við viljum nú frið til þess að byggja okkur upp að nýju. Heilsa og hamingja eru nátengd og allt megnum við með hjálp Guðs og góðra lækna.

Takk fyrir mig læknar og hjúkrunarfólk, þetta er nýtt líf.

Fara til baka


FRAMSÓKNARMANNI MISBOÐIÐ

Lesa frétt ›ÁSMUNDUR 80 – GUNNAR 20

Lesa frétt ›STUÐMENN Í BRUGGHÚSI

Lesa frétt ›JUKEBOX BO AFTUR HEIM

Lesa frétt ›ELDSPÝTNABÚNT Á 10 ÞÚSUND

Lesa frétt ›ÞRIGGJA ÁRA FRÉTTIN

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að gítarsnillingurinn Björgvin Gíslason geti horft stoltur um öxl: Fyrir fimmtíu árum.Einbeittur brotavilji stráksins í hvítu peysunni. Hljóðið er þó frá Kinks.Tíu árum síðar gerir þessi á hvítu peysunni plötu sem heitir ekki neitt, en er oft kölluð Öræfarokks platan. Það á að halda uppá fjörtíu ára afmæli þessarar plötu í Bæjarbíói Hafnarfirði, 19.október. Þreytist aldrei á að horfa á þessa ungu menn. Pabbi Jonna í Falkon tók þetta á 8mm vél úti í garði í Kópavogi, líklega 1967.
Ummæli ›

...að kosningabaráttan sé komin á fleygiferð.
Ummæli ›

...að rómantíska lesbíumyndin La vie d'Adele sem Ríkissjónvarpið sýndi á sunnudagskvöldið hafi verið frábærlega gerð og dásamlega djörf.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. HITNAR UNDIR GUNNARI BRAGA: Það kraumar í framsóknarpottinum á Króknum, helsta vígi flokksins á landinu, þar sem Framsóknarflokk...
  2. EGGERT VILL PÁL SEM FORMANN: Eggert Skúlason fyrrum ritstjóri DV, fréttamaður á Stöð 2 um árabil og almannatengill Eiðs Smára...
  3. ÁSMUNDUR 80 – GUNNAR 20: Úrsltin í slag Ásmundar Einars Daðasonar, fyrrum alþingismanns, og Gunnars Braga Sveinssonar, fyrrum...
  4. RÓMÓ HJÁ ÓLAFI OG DORRIT: Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands, áttu rómantíska stund á veiting...
  5. JAKOB GLEYMDI FRAMSÓKN: Jakob Bjarnar Grétarsson, stjörnublaðamaður Vísis, sem skrifaði fréttina sem felldi ríkisstjórnina, ...

SAGT ER...


Ummæli ›

...að gamlir Bítlaaðdáendur telji þetta besta tónlistarvideo ever - samt var ekki búið að finna upp videoið - segja þeir.
Ummæli ›

...laugardagskvöld eru eins og önnur kvöld.
Ummæli ›

...að á þriðjudaginn hafi birst hér frétt um að farið væri að hitna undir Gunnari Braga fyrrverandi utanríkisráðherra hjá Framsókn í Norðvesturkjördæmi. Nú í kvöld staðfestir Ríkisútvarpið þetta - en það tók ríkisstarfsmennina fjóra sólarhringa.
Ummæli ›

Meira...