NÝSKÖPUN Í KJÖLFAR COVID-19

  Yfir 50.000 manneskjur án atvinnu eða í lækkuðu starfshlutfalli að auki munu 3 til 4.000 námsmenn vera án vinnu, allavega í sumar. Hverjum einstaklingi fylgja c.a. 2 þannig að vel yfir 150.000 manneskjur munu líða á einn eða annan hátt fyrir. Hvar fær þetta fólk vinnu, ekki bara einhverja vinnu, vinnu sem skiptir máli bæði hvað varðar laun og ekki siður vinnu sem viðkomandi líður vel í?

  Isaac B. Tigertt stofnandi Hard Rock Cafe sagði við mig 1984: “Ef þú finnur vinnu sem þér líkar við og finnst gaman af að vinna við og gerir það vel þá þarftu ekki að hafa áhyggjur, þú verður eftirsóttur.”

  Það er ekki nóg að vera í vinnu sem manni finnst leiðinleg þó maður geri hana vel og heldur ekki nóg að vera í vinnu sem manni finnst gaman af ef maður gerir hana ekki vel. Það getur verið andlegt fanglesi að vera í vinnu sem borgar vel ef manni leiðist. Það verður að vera gaman að vakna á morgnana og fara í vinnuna. Ef maður er með hugan við vinnuna þegar heim er komið, vegna þess að það eru krefjandi verkefni sem þarf að leysa, þá er það dásamleg staða – ef vinnan á hug manns allan.

  Amazon var rekið með tapi árum saman en Jeff Bezos sá möguleikana og gat sannfært fjárfesta um að halda áfram að fjárfesta þrátt fyrir tapið. Í dag er hann ríkasti maður heims.

  Það er sagt að kvikmyndaverin í Hollywood viti að einungis 1 til 2 af hverjum 10 myndum sem þeir framleiði muni halda uppi hagnaði fyrirtækisins. 3 til 5 rétt standa undir sér og 5 munu tapa. Gallinn er sá að þeir vita ekki hverjar 2 ef þessum 10 munu verða vinsælar. Eins er það í nýsköpuninni. Það veit enginn hvaða hugmynd mun virka. Ekki fyrr en horft er í baksýnisspegilinn.

  Besta frumkvöðlabók allra tíma er bók sem við höfum öll lesið, bók sem kemst fyrir á einni A4 blaðsíðu, bók sem segir allt sem þarf um nýsköpun, árangur og áhættu. Það er Litla gula hænan.

  Hvernig fer einstaklingur eða lítill hópur fólks með hugmynd sem það hefur trú á að sannfæra fjárfestinn um að leggja pening í verkið. Það eru aðilar út um allt með hugmyndir sem þeir hafa trú á, galdurinn er að sannfæra aðra um að þetta muni virka. Fjárfestirinn er að taka áhættu með því að leggja til pening. Vogun vinnur, vogun tapar.

  Árið 1993 hitti ég mann út í New York sem hafði atvinnu af því að halda fyrirlestra fyrir hina ýmsu sjóðsstjóra hvernig þeir ættu að hugsa þegar þeir væru að kaupa og selja hlutabréf og fjárfesta í fyrirtækjum. Þegar ég bað hann um eina einfalda ráðleggingu í sambandi við fjárfestingu tók hann upp servíettu, rúllaði henni upp og leit inn í hana eins og hann væri að horfa í kíki og sagði svo: “When you see the light at the end of the tunnel you are to late”. Með öðrum orðum, maður verður að taka sénsinn.

  Þetta sést vel á öllum þeim sem núna, síðustu tvö til þrjú árin, hafa farið út í allskyns fjárfestingar í ferðaiðnaðinum af því það hafði gengið svo vel árin þar á undan. En nú er bottninn dottinn úr og var jafnvel dottinn áður en Covid-19 gerði útslagið.

  “Overnight success usually takes about 15 years. You have to hang in there long enough to get lucky. Nothing ventured, nothing gained.”

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.10 – Smellið!

  Pistill no.9 – Smellið!

  Pistill no.8 – Smellið!

  Pistill no.7 – Smellið!

  Pistill no.6 – Smellið!

  Pistill no.5 – Smellið!

  Pistill no.4 – Smellið!

  Pistill no.3 – Smellið!

  Pistill no.2 – Smellið!

  Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing