NÝR ÚTVARPSSTJÓRI – ÞETTA ERU KONURNAR

    Herdís og Ingibjörg.

    Fólk keppist við að útnefna nýjan útvarpsstjóra ríkisins og flestir sammála um að það eigi að vera kona. Nú hafa tveir nýir kostir skotið upp kollinum og rökstuðningur fylgir með:

    “Ingibjörg Þórðardóttir, yfirmaður CNN og fyrrverandi fréttastjóri hjá BBC. Reynsla og þekking af blaðamennsku og stjórnun – og mjög mikilvæg fjarlægð frá valdhöfum.”

    “Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir var rétt í þessu í viðtali við sjónvarpstöð í Amman í Jórdaníu – allt á eigin vélarafli – engir auðkýfingar eða stjórnmálaflokkar. Doktor í lögum, alþjóðlega viðurkenndur sérfræðingur á sviði fjölmiðla og tjáningarfrelsis – frumkvöðull í blaðaútgáfu – eina konan sem hefur haldið úti fjölmiðli í áratug.

    Auglýsing