NÝR TÓNN HALLGRÍMS

Undrandi og ánægður lesandi skrifar:

Hallgrímur Helgason var framan af ferli ekki allra enda orðaflaumurinn í stórfljótastíl og erfitt fyrir almenning við að ráða. Í 60 kíló af kjaftshöggum er stíllinn hins vegar orðin stilltari, líkari tærum bæjarlæk, hvort sem þakka á þroska höfundar eða stjórnvísum ritstjóra. Þarna birtist Hallgrímur Helgason sem storyteller á heimsmælikvarða með húmorinn að vopni og beitir jafnt á hörmungar og hamingju. Hallgrímur orðinn heilsteyptur og vert að óska til hamingju.

Auglýsing