NÝJA PÁSKAEGGIÐ RYÐUR SÉR TIL RÚMS

  Páskaeggið frá Omnom, sem nefnist Mr. Carrots, kemur í takmörkuðu upplagi og er aðeins hægt að panta í forsölu á heimasíðu þeirra – omnomchocolate.com.

  Páskakanínan hefur verið í bígerð í tvö og hálft ár og er alls ekkert hefðbunið páskaegg. Hver og ein kanína er handgerð úr lakkríssúkkulaði og mikið er lagt í umbúðirnar.

  Við höfðum smá áhyggjur af því að Mr. Carrots væri eitthvað reiður en fengum þessi svör frá Omnom:

  “Ekki láta brúnaþungt yfirbragð hans blekkja ykkur, því hann er mjög hamingjusöm og lífsglöð kanína sem elskar gulrótarkökur meira en allt.”

  Páksakanínan er skemmtileg viðbót í flóruna fyrir páskana – er kominn tími til að skipta út hinu hefðbundna páskaeggi á móti Mr. Carrots?

  Forsala hefst miðvikudaginn 13. mars.

  Auglýsing