NÝÁRSFAGNAÐIR AÐ DAGA UPPI

    Nýársfagnaður 2008.

    Nýársfagnaðir á veitingahúsum í Reykjavík, glæsilegustu veislur ársins hér áður fyrr, eru að daga uppi. Veitingamenn treysta sér ekki til að tapa á veisluhöldunum eitt árið enn.

    Margt kemur til. Erfitt er að fá fólk í vinnu á þessu kvöldi og miðaverð þarf að vera 40 þúsund krónur sem er of mikið fyrir flesta, jafnvel þá ríku.

    Gamlárskvöld er betri kostur. Til dæmis er uppselt fyrir löngu á gamlárskvöld í Gamla bíói þar sem framreiddur verður dýrindis matur úr veislueldhúsi Laugaás. Um miðnætti hópast gestir upp í Petersen svítuna á þaki húsins og fylgjast þar með heimsfrægri flugeldasýningu Reykvíkinga. Þarna verða bara erlendir ferðamenn.

    Auglýsing