NÍUTÍU PRÓSENT ÞESS AÐ LÍTA VEL ÚT ER AÐ LÍÐA VEL

    Forsetafrúin á Bessastöðum.

    “Níutíu prósent þess að líta vel út er að líða vel,” segir Eliza Reid forsetafrú í viðtali við tímaritið MAN sem var að koma út. Í blaðinu er fjöldi mynda af forsetafrúnni sem sýna svo ekki verður um villst að hún er í fantaformi og hreinlega geislar:

    “Mér finnst óþægilegt þegar fólk er að hafa orð á því að ég hafi breyst útlitslega. Sérstaklega þegar það er fólk sem ég þekki ekki og ég á það til að hugsa með mér að ég vildi að fólk segði frekar við mig “Ræðan þín var frábær!” eða eitthvað í þá áttina heldur en að ræða hvaða hársídd klæðir mig best.”

    Auglýsing