NETFLIX SNÝR Á RÚV

    Þegar fyrsta þætti spennumyndarinnar Modus 2 lauk í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi var úr vöndu að ráða hjá greiðendum afnotagjaldanna sem vildu strax meira en ekki bíða í viku eftir þætti tvö. Þeir gleggstu skiptu yfir á Netflix, fóru í “search” og viti menn: Þar var öll serían tilbúinn til áhorfs.

    “Hvers vegna RÚV er að sýna spennuþætti með viku millibili sem öllum eru aðgengilegir á Netinu er óskiljanlegt. Nýtta mætti skattfé betur,” sagði einn sem greiðir þrjú afnotagjöld af RÚV fyrir sig og tvö einkahlutafélög.

    Auglýsing