NEFTÓBAK ÁTVR ÁN INNIHALDSLÝSINGA

Rándýrt efni. En hvað er í þessu?

Sagt er að ein helsta tekjulind Áfengis og tóbaksverslunar ríkisins sé framleiðsla og einkasala á neftóbaki. Dós af neftóbaki kostar á fjórða þúsund krónur en á dósinni eru engar innihaldslýsingar en tekið fram með stóru letri á dósloki að varan geti verð skaðleg heilsu neytenda og á hlið að efnið sé aðeins ætlað til inntöku í nef en ekki munn (eða önnur líkamsop líklega).

ÁTVR hefur lengi varið einkaleyfi sitt á sölu á neftókaki með því að erlendar sortir sem hér eru bannaðar séu í raun munntóbak en ekki neftóbak.

En hvaða efni eru í þessu? Skv. lögum á innihaldslýsing að fylgja.

Auglýsing