NÁTTÚRUVERND Á NÆRFÖTUM

  "Skurður" heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Hörður Kristjánsson ritstjóri Bændablaðsins gagnrýnir núverandi umhverfisráðherra í síðasta tölublaði. Ég nefni hér nokkur atriði sem hann vekur athygli á:

  Steini pípari í slætti.

  Fullyrðingar um losun gróðurgasa frá framræstu landi styðjast ekki við nein vísindaleg gögn. Ekki heldur ágiskanir um lengd skurða. Hann fer yfir áætlanir um landgræðslu og skógrækt sem hann telur besta mál en verði að byggjá á vísindarannsóknum.

  Ritstjórinn segir að það eigi að vera einföld krafa að það liggi fyrir hversu mikið það skilar að endurheimta votlendi. Vísindamenn Landbúnaðarháskólans hafa bent á að aðstæður séu misjafnar í þurrkuðu landi og ekki vita hvað hver gerð þess skilar ef það er bleytt upp að nýju.

  Upplýsingar sem greinarhöfundur byggir á eru svör við fyrirspurnum til umhverfisráðuneytis þar sem kemur fram að um ágiskanir sé að ræða. Þá segir hann að sumir skurðir hafi verið grafnir á þurru landi til að taka við yfirborðsvatni  og því lítið gagn að grafa ofan í þá.

  Niðurstaðan er eins og ég hef bent á að aðgerðir Umhverfisráðherra eru til þess fallnar að þær líti vel út en ekki endilega þær sem skila mestum árangri miðað við kostnað. Núverandi umhverfisráðherra virðist eiga mjög erfitt með að höndla embættið.

  Auglýsing