NÁTTÚRULEG HUNDALÓGÍK

Göngubrú í ósnortnu víðerni heitir þessi mynd Steina pípara.

Steini pípari sendir myndskeyti:

Hugtakið „ósnortin víðerni“ er tekið erlendis frá sem þýðing á „wildernes“. Það er engin ein skilgreining á þeim en samt sem áður hafa einhverjir spekúlantar tekið það upp og telja vera guðs heilaga orð. Rökin fyrir því eiga að vera að það sé manninum nauðsynlegt að upplifa slík víðerni.

Steini pípari

Þetta er náttúrulega hundalógík. Til að svæði teljist ósnortin þá verða þau að vera óaðgengileg megin hluta fólks. Samt eru rökin fyrir þeim að allir eigi að geta notið þeirra. Það er náttúrulega fótafimt göngufólk sem hefur troðið þessu inn sem trúaratriði. Þeir telja sig ekki geta notið vel ef pupullinn kemst þangað líka. Þetta fólk berst fyrir því að loka leiðum. Þeir gera það þannig að við skráninguna er sagt að jeppaslóðar komi ekki í veg fyrir að svæðið sé ósnortið og svo segja þeir að jeppaslóðarnir trufli göngufólkið og eigi því að víkja. Ó svei segi ég sem geng ekki lengur á fjöll.

Tilfinning fólks fyrir hvað er náttúra er einfaldlega önnur hér í fámenninu en í þéttbyggðari löndum og við eigum að njóta þess öfgalaust.

Auglýsing