NASTÍ RUSLATUNNUR

    Gísli Marteinn og nýju tunnurnar.

    “Getur einhver sagt mér hversvegna Reykjavíkurborg er að skipta yfir í þessar ruslatunnur? Þessi bláa er einsog bréfalúga og algjört vesen að henda öðru en flötu umslagi í ruslið og gatið á grænu er líka pínulítið og glatað,” spyr Gísli Marteinn undrandi og bætir við:

    “Myndi samt vilja vita ástæðuna. Sé ekki af hverju þessar ættu að vera snyrtilegri. Slatti af dóti sem kemst hreinlega ekki inn og er skilið eftir við hlið tunnu. Óttast að þetta sé frekar til að koma í veg fyrir að ruslarar geti gramsað og fundið verðmæti. Sem væri nastí stefna.”

    Auglýsing