NÆTURSUND Í VESTÓ MEÐ FYRIRHÖFN

  Svo virðist sem einhverjir hafi ætlað í nætursund í Vesturbæjarlauginni um helgina en til að komast yfir varnarvegg hafi þeir þurft að bera þungan bekk frá hamborgarastaðnum Hagavagninum, sem stendur austan laugarinnar, og yfir á baklóð vestanmegin til að komast yfir.

  Það var Svanhildur Hólm, aðstoðarkona Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, sem myndaði verksummerki og lét vita en hún býr í hverfinu.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinROY