MYRKUR ER BARA FJARVERA LJÓSS

    Út með hatrið, inn með ástina.

    “Myrkur er bara fjarvera ljóss,” segir séra Sindri Geir prestur í Glerárkirkju á Akureyri í rafrænni predikun að gefnu tilefni:

    “Hugurinn hefur verið svolítið þar undanfarið að allt sé að fara til fjandans. En það hefur svo sem alltaf á öllum tímum verið þannig. Frammi fyrir ógnum, mannréttindabrotum, stríði og hungri hefur fólk aftur og aftur upplifað að heimurinn sé að farast. En hér erum við enn. Þótt það sé þreytandi, yfirþyrmandi, bugandi og rífi í sálina, þá held ég að það muni seint eða aldrei takast að skapa hinn fullkomna heim – illskan og heimskan er bara svo sterkt afl. Kannski þarf þessi sársauki og þessi vonbrigði að vera drifkrafturinn okkar, kannski þurfum við að finna styrkinn okkar og vonina í því að við gefumst ekki upp, við gefumst aldrei upp. Út með hatrið, inn með ástina.”

    Auglýsing