MYNDIN AF BUBBA VAR Á FORSÍÐU SAMÚELS

    Myndin af Bubba Morthens í auglýsingum Borgarleikhússins sýnir ungan töffara með sígarettu í munnvikunum. Myndin birtist á forsíðu tímaritsins Samúels í október 1981. Þá var Plágan, önnur sólóplata Bubba að koma út, næst á eftir brautryðjendaverkinu Ísbjarnarblús. Af því tilefni birti Samúel viðtal við Bubba, en viðtalið tók Ásgeir Tómasson, nú fréttamaður á RÚV. Myndina tók Björgvin Pálsson ljósmyndari, sem einnig gegndi viðurnefninu Bubbi. Björgvin tók einnig hinar frægu myndir fyrir viðtal Samúels við Hörð Torfason árið 1975, en það viðtal er af mörgum talið eitt mikilvægasta skrefið í réttindabaráttu samkynhneigðra hér á landi.
    Sýning Borgarleikhússins á lífsferli Bubba Morthens, 9 líf, hefur nú verið sett á ís vegna samkomubannsins. Henni verður haldið áfram þegar færi gefst.
    Auglýsing