MYNDALAUSAR ATVINNUUMSÓKNIR

    Ásta segir stopp.

    “Eitt sem ég vil að íslenska ríkið hætti að gera asap og það er að biðja um mynd og meðmæli þegar viðkomandi sækir um starf. Það ýtir undir ómeðvitaða fordóma t.d. útlit eða litarhaft. Einnig, það skiptir ekki máli á fyrstu stigum starfsumsóknar hverja þú þekkir,” segir Ásta Helgadóttir fyrrverandi þingmaður Pírata:

    “Það er beinlínis ólöglegt sumstaðar að krefja fólk um mynd með starfsumsókn til þess að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli útlits eða kynþátta. Í litla elítusamfélaginu Íslandi þá þarf að taka sérstök skref til að jafna aðgengi fólks að störfum með því að hætta að krefja fólk um mögulega meðmælendur á fyrstu skrefum atvinnuumsóknar. Hvern umsóknaraðili þekkir skiptir ekki máli á fyrstu stigum atvinnuumsóknar og getur verið skoðanamyndandi og haft neikvæð eða of jákvæð áhrif á starfsmöguleika fólks.”

    Auglýsing