MYKJA GEGN MYGLU OG FÚSKI Í NÝJUM BYGGINGUM

    Rætt var um raka­skemmd­ir, myglu og fúsk í ný­leg­um bygg­ing­um á ráðstefnu um byggingagalla í Há­skól­an­um í Reykja­vík í gær.

    Í framhaldi af því birtist frétt í ársfjórðungsritinu Hrepparíg þar sem Kalmann oddviti býður fram aðstoð Haughúsasýslunnar vegna skólabygginga í Reykjavík og býst við milljarðasamningi. Bendir Kalmann oddviti á gamalt húsráð um þrif og þvotta í torfbæjum sem haldið er til haga í byggðasafninu og mætti nota:

    “Ráð til að fyrirbyggja leka ef ekki er hægt að gera við í snatri er að smyrja mykju í göt og rifur og myndar hún þá harða skán þegar hún þornar.”

    Auglýsing