MYGLA Í MOSÓ

    Fyrir sléttu ári voru sérfræðingar frá Eflu fengnir til að meta myglu og rakaskemmdir  í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Ljóst er að rakaskemmdir eru víða bæði í húsnæði yngri og eldri bekkja. Stjórnendur skólans hafa farið fram á að Efla fylgi eftir þessari skýrslu með því að kanna betur og gera útekt á þaki, veggjum og gólfi þar sem vitað er um leka.

    Varmárskóli  er stærsti vinnustaður bæjarins með  um 1000 nemendur og varðar þetta því heilsu um 10% bæjarbúa og brýnt að breðgast við.

    Víða þurfti að brjóta upp gólf og veggi til að kanna skemmdir.
    Auglýsing