MÚSAGILDRA BÍLASTÆÐASJÓÐS

    Andrés og "bílastæðagildran" á Týsgötu.

    “Þessi tvö bílastæði eru besta músagildra Bílastæðasjóðs í miðborginni. Líta alveg út eins og stæði. Meira að segja P2-gjaldmælir rétt við þau. Enn það má ekki leggja þarna,” segir Andrés Jónsson almannatengill sem hefur þetta útsýni af skrifstofu sinni -Týsgötubúturinn á milli Lokastígs og Þórsgötu í 101 Reykjavík.

    Þarna má bara afferma vöruflutningabíla en ekkert fyrirtæki er á þessum götubút nema Hótel Óðinsvé og veitingastaðurinn Snaps.

    “Myndi telja að þessi stæði skili borginni brúttó c.a. 2 milljónum í tekjur á mánuði,” bætir Andrés við og á þá við sektirnar.

    Auglýsing