MÚSAGANGUR Í GRAFARHOLTI

“Kæru íbúar Grafarholts!” segir Margrét Harðardóttir í ákalli til nágranna sinna í hverfinu:

“Við erum hér í allt að fimm hæða blokk. Okkur langar að vita hvort þið hafið orðið vör við músa eða rottugang nú í sumar?”

Guðmundur Óskar Hjaltalín: “Er á Kristnibraut og það koma stundum mýs í bílskúrana.”

 

Aðalheiður Lovísa Rögnvaldsdóttir: “Kannski ná mýsnar að komast undir klæðninguna og geta klifrað upp þannig. Veit að svoleiðis var i blokk í Bryggjhverfinu. Lokað fyrir öll göt niðri og þá komust engar mýs upp með klæðningunni.”

Auglýsing