MUN ÁSLAUG ARNA HLUSTA Á PABBA?

  Dómsmálaráðherrann og Ríkislögreglustjórinn.

  Úr reykfylltu bakherberginu:

  Morgunblaðið hefur tekið upp hanskann fyrir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. 
  Náfrændi Haraldar og alnafni er ritstjóri Morgunblaðsins.
  Pabbi Haraldar var ritstjóri Morgunblaðsins.
  En Haraldur er í vondum málum og flestir aðrir en Morgunblaðið á þeirri skoðun að best væri fyrir lögregluna að hann léti af störfum.
  Áslaug Arna dómsmálaráðherra er búin að kalla Harald fyrir. Flestir vænta þess að ef hún ætlar að sýna einhverja röggsemi, þá muni hún bjóða Haraldi starfslokasamning.
  Stóra spurningin er hvort Sigurbjörn Magnússon pabbi hennar reynir að blanda sér í málið.
  Sigurbjörn Magnússon er stjórnarformaður Morgunblaðsins. Hann veit hvað til síns friðar heyrir.
  Mun hann stilla sig um að hringja í dóttur sína?
  Mun Áslaug Arna hlusta á hann?
  Auglýsing