MOURINHO SKOÐAR SKAGAMANN

    Skagamaðurinn ungi Arnór Sigurðsson er í níunda sæti yfir bestu knattspyrnumenn heims yngri en 20. Sem kunnugt er var Anór seldjur til Cska Moskva fyrir metfjárhæð frá FK Norköpping í Svíþjóð. Arnór er aðeins 19 ára og hann er í 5. sæti yfir mest notuðu unga leikmenn á tímabilinu sem nú stendur yfir.  Hann hefur spilað í 345 mínútur og skorað eitt mark. Jose Mourinho framkvæmdastjóri Manchester United fylgdist með Arnóri í landsleik Íslands við Belgíu í gær en hann mun hafa hrifist af Skagamanninum unga í leikjum með Mosvkuliðinu.

    Auglýsing