MÖMMUR Í MATHÖLL

    Mathöllin á Granda er vinsæl hjá ungum mæðrum sem fjölmenna saman með börnin og ræða uppeldi, amstur og ánægju sem fylgir.

    Þarna er matur úr öllum heimsins hornum á skikkanlegu verði og meira að segja freyðivín á krana. Mathöllin á Granda hefur það framyfir Mathöllina á Hlemmi að þarna er miklu rýmra, opið út á bryggju og útsýni yfir Reykjavíkurhöfn.

    Opið frá klukkan 11:00 og frameftir.

    Auglýsing