MÖMMUDEIT LOGA SAMFÓ

    Gaman saman - Logi og mamma hans.

    Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar fór á stefnumót með mömmu sinni; “Hádegisdeit með mömmu,” eins og hann segir sjálfur.

    Móðir Loga heitir Ásdís Karlsdóttir (85), gamall íþróttakennari og hefur kannski kennt syni sínum hopppið og sprellið sem hann sýndi svo vel á sviði með Skriðjöklunum á Akureyri áður en arkitektúrinn og pólitíkin tóku yfir.

    Hádegisdeitið var vellukkað og mamma Loga þakkaði fyrir sig: “Ástarþakkir fyrir samveruna og góðan mat.”

    Auglýsing