MINNSTA KAFFIHÚS Á ÍSLANDI

    “Minnsta kaffihús á Íslandi er hugsað á tvo vegu; annars vegar er minnsta kaffihúsið klárlega þú og bollinn þinn heima hjá þér en líka þetta örsmáa piparkökuhús sem er gaman að bera fram með kaffibolla,” segir Rannveig Ásgeirsdóttir sem klárlega verður að teljast listamaður á sínu sviði – og athafnakona líka:

    Rannveig

    “Þetta byrjaði sem meðlæti í stúdentsveislu, þróaðist og gerjaðist þangað til ég ákvað að fleiri þyrftu að njóta. Úr varð Minnsta kaffihúsið, örsmátt piparkökuhús gert eftir uppskrift sem undirritaðir áskotnaðist fyrir liðlega 40 árum og hefur verið notuð á hverju einasta ári síðan þá. En þess má geta að við bjóðum einnig upp á vegan útgáfu af húsunum sem gerir öllum kleyft að njóta þeirra.”

    Minnsta kaffihúsið verður með húsin til sýnis og sölu á Matarmarkaðinum í Hörpu í aðeins einn dag, laugardaginn 14.desember n.k.

    Auglýsing