MILLJÓNERAR Í BORGARSTJÓRN

    "Jú, borgarfulltrúar eru með 1.3 milljónir á mánuði í laun og varaborgarfulltrúar með 1 milljón er enginn furða að menn sækist eftir því að eiga sæti í borgarstjórn með þessi laun."

    Borgari sendir póst:

    Maður hrekkur í kút þegar að maður sér laun borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa og skrýtið að það sér verið að skera niður fjármagn til ýmissa góðra mála þegar að borgarfulltrúar sjá sér ekkki fært að lækka launin sín.

    Jú, borgarfulltrúar eru með 1.3 milljónir á mánuði í laun og fyrstu varaborgarfulltrúar (8 stk.) með 1 milljón er enginn furða að menn sækist eftir því að eiga sæti í borgarstjórn með þessi laun.

    Borgarstjóri þiggur laun frá Reykjavíkurborg að starfskostnaði meðtöldum samkvæmt ráðningarbréfi að upphæð 2.307.940 kr. Auk þess fær hann þóknun fyrir stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, kr. 229.151. Laun borgarstjóra taka mið af launum forsætisráðherra eins og þau eru ákvörðuð á hverjum tíma af kjaradómi skv lögum nr. 120/1997.

    Auglýsing