MIKIL VEIKINDI Á LANDSPÍTALA

    "Veikindin undanfarna 3 mánuði stinga soldið í augun," segir Brynjólfur.

    “Við ættum kannski að hlusta á talsfólk LSH þegar bent er á mikil veikindi starfsfólks. Ég er að fara í gegnum starfsemisupplýsingar Landspítala frá 2007 og veikindin undanfarna 3 mánuði stinga soldið í augun,” segir Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson.

    “Ég reyndi að finna gögn til samanburðar en fann bara frá 2000 til 2007 í einni færslu frá ASÍ og  SA, og svo fréttir af háu hlutfalli hjá RVK (6%) kringum 2016 þar sem var talað um þetta 4% viðmið meðal annars.  Svo var uþb 6.6% hjá RVK 2019 miðað við mælaborðið þeirra.”

    Auglýsing