MIÐFLOKKSMAÐUR Í SKÚTUSIGLINGU Í MIÐJU MÁLÞÓFI

    Sigurður Páll í góðum félagsskap.

    Ekki tóku allir þingmenn Miðflokksins málþófinu gegn þriðja orkupakkanum jafn alvarlega. Um miðjan maí flaug Sigurður Páll Jónsson þingmaður flokksins suður á bóginn til að sigla skútu í Miðjarðarhafinu með syni sínum Braga Páli, eiganda skútunnar, ásamt þremur öðrum.

    Sigurður Páll á sjó.

    Ekki fer nákvæmum sögum af því hversu lengi Sigurður Páll var að leika sér í Miðjarðarhafinu meðan samþingmenn hans töluðu sig hása fram á rauða nótt til að mótmæla Evrópusamvinnu. Sigurður póstaði engu á Facebook síðu sína um ferðalagið, en siglingafélagar hans gerðu það aftur á bóginn og settu nokkrar myndir á fésbókina af skemmtiferðinni í miðjum þingstörfum.

    Auglýsing