MIÐALDRA HVÍTIR KARLAR FÁ Á KJAFTINN

    Ingvi Hrafn í rauðum jakka úr Saks.

    “Gat verið að miðaldra hvítir kallar hefðu skoðun á fatavali fréttastjórans,” segir Ingvi Hrafn Jónsson fyrrum fréttastjóri í athugasemd við lesendabréf sem hér birtist um fataval Rakelar Þorbergsdóttur fréttastjóra Ríkissjónvarpsins í beinum útsendingum. Og Ingvi Hrafn heldur áfram:

    “Þegar ég las fréttir keypti ég jakkana í Saks 5th Avenue í New York í öllum litum sem vöktu meiri athygli og umtal en fréttirnar sem ég las.”

    Saks á 5. Avenue í NY.
    Auglýsing