#METOO Í SUNDHÖLLINNI

  Karlaklefarnir í Sundhöll Reykjavíkur voru lokaðir í gær vegna lagfæringa og körlum því vísað í gömlu kvennaklefana í kjallaranum en konur hafa fengið nýja aðstöðu í nýbyggingu við nýju laugina.

  Karlkyns gestir Sudndhallarinnar urðu mjög hissa þegar þeir komu í gömlu kvennaklefana og sáu að skáparanir þar og klefar voru helmingi færri en í karlaklefunum. Svo ekki sé minnst á sturtuaðstöðuna, allt þrengra, klósett fram á gangi og engin spegill eða vaskur til raksturs.

  Þegar konurnar í heita pottinum heyrðu þetta sauð á þeim mörgum og ein hóf að hrópa:

  “Við höfum verið beittar misrétti í 80 ár!”

  Og tók þá önnur við í kór við þrjár aðrar:

  “MeToo! MeToo! MeToo….!” svo undir tók um alla laug og bergmálaði í Austurbæjarskólanum handan götunnar.

  En hvers vegna voru karlaklefarnir lokaðir?

  “Það er verið að setja upp þil við ysta sturtuklefann því frá ákveðnu sjónarhorni við inngang laugarinnar sést inn í gegnum gluggann í sturtuklefann og viðkomandi sem þar er að þvo sér,” sagði baðvörðurinn.

  Auglýsing