Mannfjöldi á Íslandi 1. janúar 2023 var 387.758 og hafði íbúum fjölgað um 11.510 frá 1. janúar 2022, eða um 3,1%. Er það mesta fjölgun síðan árið 1734 eða eins langt og mannfjöldatölur fyrir Ísland ná. Aðeins ein þjóð fjölgaði sér meira á þessu tímabili – Níger í Afríku með 3,8% fjölgun.
Alls voru 199.826 karlar, 187.800 konur og 132 kynsegin/annað búsett á Íslandi í upphafi ársins og fjölgaði körlum um 3,5% árið 2022, konum um 2,6% og kynsegin/annað um 80,8%.