MEST LESNA LJÓÐSKÁLDIÐ

    Tryggvi á skáldabekknum.

    Tryggvi Líndal segir engan vafa vera á því að hann sé mest lesna ljóðskáld landsins. “Enginn annar hefur birt jafn mikið af ljóðum í Morgunblaðinu, sem er jú mun útbreiddara en flestar ljóðabækur,” segir Tryggvi þar sem hann situr á viðeigandi stað – skáldabekknum – við Tjörnina og nýtur góða veðursins.

    Tryggvi sendir greinar til birtingar í Morgunblaðinu um ýmis hugðarefni sín og lýkur þeim einatt með frumsömdu ljóði. Þá er hann iðinn við ritun minningargreina og þar fá ljóð hans einnig að fljóta með. Að sjálfsögðu hefur Tryggvi einnig gefið út ljóðabækur. Alkunna er þó að ljóðabækur seljast alla jafna í litlu upplagi og koma því fyrir fárra augu. Annað en Mogginn. Það er því enginn vafi á að Tryggvi Líndal er mest lesna ljóðskáld landsins – og líka það útsjónarsamasta.

    Auglýsing