MENNINGU RÚSTAÐ VIÐ HEGNINGARHÚSIÐ

  “Ég er áhyggjufullur yfir hvað ríkið gæti tekið upp á að gera þarna (framkvæmdir við Hegningarhúsið á Skólavörðustíg) og fór strax í göngutúr og sjá! Þau eru búin að standa í þessum framkvæmdum í nokkra daga og eru þegar búin að rústa garðinum-fótboltavellinum, körfuboltakörfunni og gróðrinum,” segir Óskar Örn Arnórsson doktorsnema í arkitektúr við Columbia-háskóla í New York um framkvæmdirnar.

  “Ég fór þarna inn á síðasta ári og tók myndir. Þegar ég las síðan frétt um þetta í lok apríl 2020 skrifaði ég arkitektinum sem sér um viðgerðirnar á húsinu, Minjavernd, sem sér um framkvæmdina (ath. ekki Minjastofnun) og fjármálaráðuneytinu og sendi þeim hugmyndir. Ein hugmyndin var að passað yrði upp á garðinn, sem hafði fengið að vaxa óraskaður amk síðan garðinum var lokað fyrir fimm árum.

  High Line í New York.

  Árið 2000 hóf ljósmyndarinn Joel Sternfeld að taka myndir af High Line í New York, en þá átti að rífa han. Ljósmyndirnar voru gluggi inn í annan heim—nýr sjóndeildarhringur sem sýndi borgina í nýju ljósi. Gróðurinn hafði fengið að vaxa þar óraskaður í áratugi. Smám saman varð þessi kraftur ljósmyndanna vopn í höndum samtakanna sem tóku að sér að vernda High Line gegn niðurrifi. Núna er þetta einn mest lifandi staðurinn í Manhattan, þótt miðstéttarvæðingin þarna sé algjörlega yfirþyrmandi, og hafi keyrt úr hófi fram síðastliðið ár með opnun Hudson Yards. Upprunalega hugmyndin var þó óaðfinnanleg.

  Hver ákvað t.d. að slátra garðinum? Voru þetta ekki menningarminjar? Er garður sem lokað var fyrir fimm árum það ekki, bara 200 ára gömul bygging? Þyrfti ekki borgin að kaupa bygginguna, Dagur B Ég treysti henni betur fyrir þessu en ríkinu. Mér þykir bara svo vænt bygginguna. Ég stakk upp á við arkitektinn, Minjavernd og fjármálaráðuneytið að þau gætu gert eitthvað svipað. Og að þau yrðu fyrir alla muni halda í garðinn. Egill Helgason vakti athygli á svipuðu glötuðu tækifæri á Tryggvagötu árið 2015 – sjá hér – sem mér finnst sorglegt að Reykjavíkurborg og þróunarfélag Hafnartorgs hafi klúðrað. Eins og Egill bendir á voru þetta líka menningarminjar.

  Auglýsing