“MENN Í VINNU” – ÞETTA ER FÓLKIÐ

    Að gefnu tilefni – póstur:

    Samfélagsmiðlar hafa logað undanfarna daga af kröfum um að fólkið á bak við fyrirtækið “Menn í vinnu” verði dregið fram í dagsljósið. Menn í vinnu ehf. var með rúmensku verkamennina á sínum snærum, en í síðustu viku var ljósi varpað á hörmulegan aðbúnað þeirra og margvísleg svik gagnvart þeim af hálfu Manna í vinnu.

    Þetta eru forsvarsmenn Manna í vinnu ehf.  “Brought to you by popular demand” eins og Ameríkanar myndu segja.

    Friðrik Örn Jörgensen er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Unnur Sigurðardóttir er stjórnarmaður þess. Halla Rut Bjarnadóttir á fyrirtækið með þeim Friðrik og Unni og stjórnar því, en þar sem hún er persónulega gjaldþrota er hún ekki skráð sem stjórnandi eða stjórnarmaður.

    Auglýsing