MELINA MERCOURI (100)

Gríska stórstjarnan Melina Mercoury (1920-1994) er afmælisbarn dagsins, hefði orðið 100 ára ef krabbinn hefði ekki lagt hana að velli 74 ára í New York (enda sást hún varla óreykjandi). Melina var tilnefnd til Óskarsverðlauna og vann í Cannes fyrir leik sinn í Never on Sunday 1960. Hún var ekki aðeins leik – og söngkona heldur einnig snarpur stjórnmálamaður sem lét grísku herforingjastjórnina hafa það óþvegið á sínum tíma. Hún var kosin á gríska þingið 1980 og varð fyrsta konan þar í landi til að verða menningarmálaráðherra.

Auglýsing