MEGA VERA BERBRJÓSTA Í SUNDLAUGUM BARSELÓNA

    Borgarayfirvöld í Barselóna hafa ákveðið að konum sé heimilt að vera berbrjósta (topless) í opinberum sundlaugum borgarinnar. Er ákvörðunin tekin vegna kvartana um skort á jafnrétti og vísað til kynjamismununar. Talsmenn borgarinnar segja að lengi hafi tíðkast að konur baði sig berbrjósta og það sé ekki mál einstakra sundstaða að ákveða þar um.

    Auglýsing