MEÐ KANÍNU Í BANDI Í 101

    Algengt er að fólk viðri hunda sína og hafi í bandi í miðbæ Reykjavíkur. Jafnvel hefur sést til fólks með heimilisketti í bandi. En þessi stúlka var með kanínu í bandi á Öldugötu í Reykjavík í gærköldi og það gekk svona og svona.

    Kanínan vildi helst standa kyrr en svo stökk hún til ört og snöggt og stúlkan átti fullt í fangi að fylgja henni eftir.

    Svo voru þau allt í einu horfin yfir í aðra götu og meira ekki vitað.

    Auglýsing