MATHÖLL Í KAFFI REYKJAVÍK

    Miðpunktur Reykjavíkur, Vesturgata 2 og arkitektinn sem teiknað hefur mathöll þarna.

    Eitt af kennileitum miðborgar Reykjavíkur sem þekktast er undir nafninu Kaffi Reykjavík en hefur heitið Restaurant Reykjavík upp á síðkastið, má muna tímana tvenna. Eitt sinn vinsælasti skemmtistaður borgarinnar en hefur daprast flugið. Nú hefur verið sótt um leyfi til að breyta staðnum í mathöll í takt við nýja tíma. Efirfarandi var tekið fyrir á fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur í síðustu viku:

    “Lögð fram fyrirspurn Davíðs Kristjáns Chatham Pitts  arkitekts dags. 18. febrúar 2021 um að gera matarmarkað og veitingarþjónustu (mathöll) í húsinu á lóð nr. 2 við Vesturgötu með 10-12 básum í kjallara og á 1. og 2. hæð hússins ásamt starfsmannaðstöðu, skrifstofum o.fl. í risi. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. febrúar 2021. Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. febrúar 2021.”

    Auglýsing