MARGRÉT MÁTTI EKKI KAUPA KERTI Í IKEA

    Margrét Fanney Bjarnadóttir fór í IKEA á laugardaginn til að kaupa kerti og það gekk ekki nógu vel þannig að hún sendi versluninni póst:

    „Mig langar að spyrja ykkur út í eitt. Þannig var að ég kom á laugardaginn og var að kaupa kerti, mig vantaði þrjú stór kerti 29 cm. Þá stóð á heimasíðunni ykkar að þau væru að klárast, ég sá þau svo upp í hillu þar sem enginn náði þeim og gaf mig á tal við starfsmann í von um að fá að kaupa þrjú en nei það mátti ekki selja þessi kerti sem voru þarna uppi. Ég gat ekki betur séð en þau væru með strikamerki þannig að það hefði ekki verið fyrirstaða. Ég taldi þau að gamni og þau voru 29 þarna uppi. Nú spyr ég hvers vegna mátti ekki selja þessi kerti? Veit að þetta hljómar fyndið og allt það en af hverju að geyma þessi kerti þar til ný sending kemur eftir sirka 3 vikur.”

    Auglýsing