MANDI BLÆS ÚT

     Maturinn á Mandi er frábær og hefur Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar verið þar einn af fastakúnnum enda var Hlal Jarah í 14. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í síðustu alþingiskosningum.

    Sýrlenski veitingastaðurinn Mandi í Veltusundi við Ingólfstorg er einn sá vinsælasti í bænum og malar gull bæði með ódýrum vefjum og veislumat ef vill. Nú vill Mandi stækka við sig svo um munar.

    Mandi var stofnað árið 2011 og er fjölskyldufyrirtæki rekið er af hjónunum Hlal Jarah og Iwonu Sochacka og hafa þau sent inn umsókn um byggingu og breytingar til Reykjavíkurborgar á þessum sögufræga stað:

    Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða viðbyggingu úr timbri á steyptum kjallara þar sem verða tveir veitingastaðir á 1. hæð, undirbúningseldhús, starfsmannaaðstaða og tvær íbúðir á 2. hæð og þrjár íbúðir í risi í húsi á lóð nr. 3b við Veltusund. Erindi fylgir skýringateikningar hönnuðar dags. 3. október 2019, greinagerð hönnuðar dags. 30. september 2019 og greinagerð um brunahönnun dags. 4. október 2019.

    Auglýsing