MAMMA OG PABBI SELJA SUMARBÚSTAÐ

    Huggulegt hjá Grim.

    “Mamma og pabbi eru að selja bústaðinn sinn. Hann er 50ferm og landið 20 hektarar! Er rétt hjá Stokkseyri,” segir Ásmundur Helgason útgefandi og veitingamaður á Gráa kettinum á Hverfisgötu og birtir teikningu af bústaðnum innandyra eftir bróður sinn, Hallgrím Helgason, þar sem Grim (hliðarsjálf Hallgríms) situr og hefur það huggulegt.

    Bústaðurinn er sem fyrr segir 50 fermetrar með þremur herbergjum þar af tveimur svefnherbergjum. Ásett verð: 33 milljónir / ekkert áhvílandi.

    Auglýsing