“MAJOR TOURIST ATTRACTION”

    Katrín, túristarnir og fjölskyldubíllinn.

    Túristarnir okkar (sbr. Stelpurnar okkar og Strákarnir okkar) fara víða og una sér vart hvíldar í skoðunarferðum – alltaf að leita að myndefni. Katrín Atladóttir fyrrum borgarfulltrúi í Reykjavík varð hissa þegar hún leit út um gluggann og sá túristahóp vera að mynda fjölskyldubílinn hátt og lágt:

    “Bíllinn okkar er major tourist attraction. Allir alltaf að skoða og taka myndir,” segir hún ánægð með.

    Auglýsing